Innlent

Vítisengill stefnir íslenska ríkinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leif Ivar Kristiansen vinnur að því með lögfræðingi að útbúa stefnu. Mynd/Tom Martinsen Dagbladet
Leif Ivar Kristiansen vinnur að því með lögfræðingi að útbúa stefnu. Mynd/Tom Martinsen Dagbladet
Dómsmálaráðuneytið staðfesti fyrir skömmu ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Leif Ivar Kristiansen, leiðtoga norskra Vítisengla, frá Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis vinnur Kristiansen að því núna ásamt lögmanni sínum að stefna íslenskra ríkinu fyrir dómstólum vegna brottvísunarinnar.

Leif var handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins þann áttunda febrúar síðastliðinn. Hann sat í varðhaldi þar til hann var sendur aftur til Noregs daginn eftir. Norskur lögmaður Leifs, Morten Furuholmen, fékk hins vegar inngöngu í landið óáreittur. Kristiansen er á sakaskrá fyrir brot sem hann hefði framið erlendis en hefur aldrei verið fundinn sekur um afbrot á Íslandi.

Þáverandi formaður allsherjarnefndar Alþingis, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sagði eftir komu Kristiansen til landsins að mikilvægt væri að grípa til mjög harðra aðgerða gagnvart samtökum sem grunuð eru um að stunda skipulagða glæpastarfsemi. Í sama streng hefur Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra tekið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×