María mey í Playboy

Playboy-merkið
Playboy-merkið Reuters

Karlaritið Playboy hefur neyðst til þess að senda út afsökunarbeiðni til mexíkósku þjóðarinnar fyrir forsíðu nýjasta heftis af þarlendri útgáfu blaðsins. Þar er fyrirsæta látin líta út eins og María mey með því að klæðast einungis hvítri dulu er rétt hylur annað brjóst hennar. Fyrir aftan hana er kirkjugluggi en forskrift blaðsins er: „Við elskum þig, María.“

Fyrirsætan heitir Maria Florencia Onori. Tímasetningin er engin tilviljun því nokkrum dögum eftir að blaðið kom út hófst hin árlega pílagrímaferð heittrúaðra kaþólikka að Guadalupe-hofi í Mexíkóborg. Þar er sagt að jómfrúin hafi birst fátæklingi á sautjándu öld.

Yfirskrifstofa Playboy, sem er í Chicago, sendi frá sér tilkynningu þar sem kom fram að mexíkóska útgáfan sé algjörlega unnin af þarlendu fyrirtæki án reglubundinna samskipta við móðurfyrirtækið. Í tilkynningunni kom einnig fram að Playboy í Bandaríkjunum leggi ekki blessun sína yfir kápuna. Ritstjóri mexíkósku útgáfunnar segir það ekki hafa verið ætlun blaðsins að láta kápuna minna á ímynd Maríu meyjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir